Stjörnuhjónin Victoria Beckham og David Beckham eyddu helginni með poppgoðsögninni Elton John á snekkju hans við strendur Suður-Frakklands. Börnin þeirra fjögur, þau Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper, voru einnig með í ferðinni og léku sér við að hoppa út í sjóinn.

Feðgarnir Brooklyn og David eru orðnir ansi líkar, en báðir eru nánast þaktir húðflúrum.

Victoria birti mynd af sér með Elton John á Instagram síðu sinni í dag.

„Fallegur dagur með fallegu fólki,“ skrifaði Victoria við myndina.

„Sumarsæla,“ skrifaði Elton John við myndina sem hann birti af sér ásamt Victoriu og David Beckham og David Furnish, eiginmanni sínum.

Hjónin hafa verið á ferð og flugi um alla Evrópu í sumar. David kom meðal annars við á Íslandi í lok júní og átti það notalegt með vini sínum Björgólfi Thor.