Victoria Beckham og David Beckham skemmta sér konunglega í fríi sínu í Puglia á Ítalíu ef marka má myndir sem hjónin til tuttugu ára birta af fjölskyldunni á Instagram. Victoria birtir ekki oft rómantískar myndir af sér og eiginmanninum en ljóst er að ástin blómstrar engu að síður og er létt yfir fjölskyldunni.

Fór fjölskyldan meðal annars í fallhlífarsiglingu þar sem Harper, dóttur hjónannna líst ekkert á blikuna ,og í hópjógatíma þar sem David fer á kostum.

„Hver hefði haldið að ég væri svona fyndin,“ segir Victoria.
Mynd/Instagram
Hamingjan skín af David Beckham í faðmi fjölskyldunnar.
Mynd/Instagram
Bræðurnir Romeo og Brooklyn
Mynd/Instagram
Brooklyn (20) ásamt föður sínum.
Mynd/Instagram
David Beckham er góður í jóga.
Mynd/Instagram
Fjölskyldumeðlimum leist misvel á fallhlífarsiglinguna í vændum
Mynd/Instagram
Harper litla var send í háloftin
Mynd/Instagram
Hér er hún komin í faðm pabba síns sem segir „Ég elska þig!“
Mynd/Instagram