Knattspyrnugoðsögnin David Beckham birti skemmtilegt myndband af Kryddpíunum eða Spice Girls í afmæli Gerry Halliwell eða Ginger Spice á samfélagsmiðlum liðna helgi þar sem þær dönsuðu og sungu lagið Say You'll Be There af mikilli innlifun.

„Sérstakur fögnuður Ginger um helgina, en enn merkilegra var að fagna þetta augnablik af stelpunum. Vinátta fyrir lífstíð,“ skrifar Beckam og merkti Melanie Brown eða Mel B við færsluna og sagði að hennar hafi verið saknað.

Spice Girls urðu heimsfrægar á nærri einni nóttu á tíunda áratugnum þegar þær gáfu út lagið Wannabe og voru í fjöldamörg ár ein vinsælasta hljómsveit í heimi.