Fót­bolta­goð­sögnin David Beck­ham er í röð þeirra í London sem ætla að votta Elísa­betu Bret­lands­drottningu virðingu sína í West­min­ster Hall. Breska götu­blaðið Mirror greinir frá þessu.

Segir götu­blaðið að Beck­ham sé búinn að vera í röðinni síðan kl. 02:00 í nótt. Þá er stjörnunni sér­stak­lega hampað fyrir að hafa ekki beðið um neina sér­staka með­ferð, heldur ein­fald­lega farið í sömu röð og allir hinir.

„Ég vor­kenni honum smá, en hann virðist taka þessu vel,“ segir net­verji sem tjáði sig um Beck­ham á Twitter. Sumir virðast ein­mitt gleyma því að þeir séu í röð, svo upp­teknir eru þeir af því að taka myndir af goð­sögninni.

Allt að þrettán klukku­stunda bið er eftir því að komast inn í salinn til þess að votta drottningunni virðingu sína og hefur fjöl­skyldunni borist kveðjur hvaða­næva af. Beckham rifjaði upp þegar hann hitti drottninguna í viðtalinu hér fyrir neðan. „Þessi dagur var alltaf að fara að vera erfiður,“ segir Beckham.