Fótboltagoðsögnin David Beckham er í röð þeirra í London sem ætla að votta Elísabetu Bretlandsdrottningu virðingu sína í Westminster Hall. Breska götublaðið Mirror greinir frá þessu.
Segir götublaðið að Beckham sé búinn að vera í röðinni síðan kl. 02:00 í nótt. Þá er stjörnunni sérstaklega hampað fyrir að hafa ekki beðið um neina sérstaka meðferð, heldur einfaldlega farið í sömu röð og allir hinir.
„Ég vorkenni honum smá, en hann virðist taka þessu vel,“ segir netverji sem tjáði sig um Beckham á Twitter. Sumir virðast einmitt gleyma því að þeir séu í röð, svo uppteknir eru þeir af því að taka myndir af goðsögninni.
Allt að þrettán klukkustunda bið er eftir því að komast inn í salinn til þess að votta drottningunni virðingu sína og hefur fjölskyldunni borist kveðjur hvaðanæva af. Beckham rifjaði upp þegar hann hitti drottninguna í viðtalinu hér fyrir neðan. „Þessi dagur var alltaf að fara að vera erfiður,“ segir Beckham.
The Queue is now full of people trying to photograph David Beckham and forgetting to actually move onwards. It’s madness! pic.twitter.com/xofCxhFj2R
— Jules Birkby (@NowThenSunshine) September 16, 2022