Eddi­e Mullan, pistla­höfundur á menningar­deild BBC, hefur nú tekið saman tíu sjón­varps­þætti sem hann mælir með að á­horf­endur horfi á í desember en þar á lista er að finna ís­lensku þættina Brot, sem heita The Val­halla Mur­ders á ensku.

„Að­dá­endur glæpa­sagna sem sakna The Brid­ge [Bron/Broen] og Trapped [Ó­færð] gætu upp­götvað að þessi nor­ræni drunga­legi glæpa­tryllir upp­fyllir skil­yrði fyrir á­horfi í vetur,“ segir Mullan um þættina en þeir hefja göngu sína á RÚV annan í jólum og koma á Net­flix í byrjun næsta árs.

Umfjöllun Eddie Mullan um þættina.
Mynd/Skjáskot

Rannsaka raðmorðingja á Íslandi

Þættirnir fjalla um lög­reglu­rann­sóknar­manninn Arnar sem neyðist til þess að ferðast frá Dan­mörku til Ís­lands til þess að að­stoða við rann­sókn á fyrsta rað­morðingja Ís­lands. Hann er fljót­lega settur í sam­band við lög­reglu­varð­stjórann Kötu sem sér um rann­sókn málsins og þurfa þau saman að finna morðingjann áður en það verður of seint.

Þórður Páls­son, Davið Óskar Ólafsson og Þóra Hilmarsdóttir sjá um leikstjórn þáttanna fram­leiddir af Tru­enorth, Mystery Productions og RÚV. Hér fyrir neðan má sjá sýnis­horn úr þáttunum.

BROT / THE VALHALLA MURDERS - TRAILER from Mystery Productions on Vimeo.