Marentza Poul­sen er alla jafna kölluð smur­brauðs­drottning Ís­lands. Marentza er annálaður mat­gæðingur og mikill fagur­keri. Hún er þekkt fyrir að bera allan mat fal­lega fram á borð enda segir hún að við byrjum á­vallt að borða með augunum, að fanga augað sé galdurinn sem skipti sköpun maturinn er borinn fram.

Marentza heldur mikið í ís­lenskar matar­hefðir og siði þó hún sé frá Fær­eyjum og hefur mikla ást­ríðu fyrir ís­lenskri matar­gerð. Hún heldur upp á allar matar­hefðir og þar á meðal þær sem fylgja sprengi­degi og þá er það bauna­súpan sem er í aðal­hlut­verki. Salt­kjöt og baunir er ís­lenskur réttur sem er á borðum á fjöl­mörgum ís­lenskum heimilum á sprengi­dag og hefur verið í áranna rás.

„Ég hef unun af því að elda og finnst afar heimilis­legt að elda klassískan ís­lenskan mat. Þar eru salt­kjöt og baunir engin undan­tekning og grunninn af upp­skriftinni af minni bauna­súpu fékk ég í mat­reiðslu­bókinni hennar Helgu Sigurðar­dóttur Matur og Drykkur. Þessi bók er fjár­sjóður um ís­lenska matar­gerð,“ segir Marentza.

Marentza býður hér upp á salt­kjöt og bauna­súpu eins og hún lagar hana fyrir sig og sína að sinni al­kunnu snilld.

Salt­kjöt og baunir – tú­kall að hætti Marentzu

2-3 l vatn
400 g gular baunir
2 stk. meðal­stórir laukar
4 stk. frekar stórar gul­rætur
1-2 stk. rófur
1 kg salt­kjöt
4 sneiðar beikon.
1 tsk. Best á lambið krydd

Baunirnar eru skolaðar og síðan lagðar í varnið yfir nótt. Baunirnar eru soðnar í vatninu í klukku­tíma eða lengur við vægan hita, þegar suðan er komin upp er froðan veidd ofan af baununum og muna að hræra í pottinum af og til á meðan baunirnar eru að sjóða Laukurinn er skorinn til helminga og síðan í sneiðar, hann er settur saman við bauna­soðið á­samt kryddinu, beikoninu sem er skorið í bita og einum eða tveimur salt­kjöts­bitum sem er látið malla með það gerir allt fyrir súpuna að mínu mati. Restin af kjötinu er sett í annan pott og láti sjóða í eina klukku­stund, það getur verið gott að skræla einn lauk og setja hann heilan út í pottinn með kjötinu. Gul­rætur og rófur eru skrældar og skornar í bita og helst gufu­soðnar svo að þær missi ekki bragði. Þegar baunirnar eru soðnar eða orðnar mjúkar er kjötið tekið upp úr og skorið í bita og sett út í bauna­súpuna á­samt græn­metinu og restinni af soðna salt­kjötinu það fer auð­vitað eftir smekk hvers og einn hvað hann vill hafa mikið kjöt í súpunni. Mér finnst gott að bæta gufu­soðnu brokkolí og blað­lauk á­samt saxaðri stein­selju út í súpuna áður en hún er borin fram.

Baunasúpan lítur vel út og er girnileg.
Fréttablaðið/Anton Brink