Rapparinn og raun­veru­leika­þátta­stjarnan Bassi Mara­j er genginn út. Hann gefur þó ekkert upp um það hver sá heppni er, að því er fram kemur á Vísi.

„Já, ég er að flinga,“ hefur Vísir eftir Bassa. Hann gefur ekkert up um hver það er en tekur fram að um sé að ræða „pro­fessional Basket­ball player.“

Bassi hefur slegið í gegn á sviði tón­listar og raun­veru­leika undan­farna mánuði. Hann gaf meðal annars út eitt af vin­sælli lögum ársins sam­nefnt sér, fyrr á árinu.

Hann er þátt­takandi í raun­veru­leika­þáttunum Fyrsta blikið á Stöð 2 en þar opnar hann sig meðal annars um sam­bands­mál sín og sagðist hann aldrei hafa verið í sam­bandi.