Raun­veru­leika­stjarnan Caro­le Baskin, úr vin­sælu sjón­varps­þáttunum Tiger King, segist á­nægð að heyra að fyrr­verandi eigin­maður hennar, Don Lewis, sé á lífi og nýtur lífsins á Kosta Ríka en Lewis hvarf fyrir um sex árum síðan. Þetta kemur fram hjá breska miðlinum The Mirror.

Í fyrstu seríunni af Tiger gefa nokkrir við­mælendur í skyn að Baskin hafi komið að hvarfi eigin­mannsins síns og því meðal annars varpað fram að hún hafi myrt hann og látið ljónin éta hann. Baskin vísar þeim á­sökunum hins vegar á bug.

Í við­talið við This Morning segir Baskin hins vegar að við gerð nýju þáttanna hafi Heima­varnar­ráð Banda­ríkjanna sent sér bréf sem sanni að Lewis sé enn á lífi og á Kosta Ríka.

Enginn hefur séð Don Lewis í rúm sex ár.
Skjáskot/Netflix

Baskin var spurð í þættinum hvort hún telji víst að Lewis vera á lfíi og hún sagðist ekki vera viss.

„Ég veit ekki hvernig það kemur til að Heim­varnar­ráðið telji hann vera á lífi í Kosta Ríka en ég er glöð að heyra það,“ sagði Baskin og benti þátta­stjórn­endum á að heyra í Heima­varnar­ráðinu til að fá frekari svör um fyrr­verandi eigin­mann sinn.

Ekki eru allir sem trúa frá­sögn Baskin hins vegar og lýsti breski heimildar­gerðar­maðurinn Louis Theroux undrun sinni á Twitter í dag.