Athafnarmaðurinn Magnús Scheving og Hrefna Björk Sverrisdóttir eiga von á barni samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Þetta er fyrsta barn þeirra saman, en fyrir eiga þau samtals fjögur börn úr fyrri samböndum.

Það er nóg um að vera hjá þeim hjúum, en líkt og Fréttablaðið greindi frá settu þau nýverið glæsilegt einbýlishús þeirra til sölu í Skerjafirði og hafa fest kaup á húsi að Bakkavör á Seltjarnarnesi.