Fyrrverandi landsliðskonan Kristbjörg Ingadóttir og einn ástsælasti íþróttalýsandi Íslands, Guðmundur Benediktsson hafa nú eignast sitt fyrsta barnabarn.

Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir, fyrirsæta og unnusta knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, er búin að eignast barnið og deildi gleðitíðindunum á Instagram.

„Guðmundur Leó Albertsson. Þessi fullkomni strákur kom í heiminn í nótt 18.09.2020. Foreldrarnir eru svo yfir sig ástfangin af honum,“ skrifar Guðlaug við færsluna.

Krissa segir hana og Gumma ekki geta verið stoltari af nýju nafnbótinni „Amma Krissa og Afi Gummi.“