Barn vinanna Þór­dísar Ims­land og Sigur­jós Arnar Böðvars­sonar er komið í heiminn. Þetta til­kynna þau í há­tíð­legri Face­book færslu en þau eignuðust lítinn strák.

Þór­dís og Sigur­jón vöktu lands­at­hygli þegar þau sögðu sögu sína á vef Frétta­blaðsins í apríl. Þau eru vinir og fengu þá hug­mynd fyrir um tveimur árum að eignast barn saman.

„Þegar draumar manns rætast,“ skrifar Þór­dís og lætur fylgja með hjarta og mynd af fal­legum erfingja.

„Því­lík for­réttindi, orð­laus, yfir­þyrmandi ást, þakk­læti, hamingjaog lífið breyttist á einum degi,“ skrifar hún.

Drengurinn kom í heiminn þann 23. októ­ber síðast­liðinn og er heil­brigður lítill drengur með dökk­blá augu og gyllt hár. Þór­dís segir hann full­kominn í alla staði.

„Takk fyrir allan stuðninginn og hamingju­óskirnar. Við svífum um á bleiku skýii og tímum varla að blikka augunum og dáumst að hverju hljóði, svip­brigðum, búk­hljóðum, lyktinni, gull­hárinu og litlu fingrunum sem grípa í mann,“ skrifar Þór­dís.

„Takk fyrir að velja okkur sem for­eldra elsku sonur okkar. Nú byrjar ballið og við getum ekki beðið eftir því að fá að dansa með þér í gegnum lífið.“