Elísabet Bretlandsdrotting hélt aftur tárunum þegar hún fylgdist með barnabarninu sínu, Lafði Lovísu, taka þátt í minningarathöfn um Filippus á valdaafmæli drottningarinnar.
Breska götublaðið The Sun greinir frá málinu og fullyrðir að drottningin hafi verið meyr að fylgjast með athöfninni. Hin 18 ára gamla Lafði Lovísa keyrði hestavagn Filippusar.
Í umfjöllun miðilsins kemur fram að Filippus hafi elskað vagninn og elskað að nota hann. Hertoginn lést 99 ára að aldri á síðasta ári, eftir að hafa fylgt drottningunni um áratuga skeið.
Þá kemur fram að Lovísa hafi tekið vagninn ástfóstri í kjölfarið. Breska konungsfjölskyldan er enda mikil hestafjölskylda og er Elísabet sögð fylgjast náið með hestasportinu í Bretlandi.

Skjáskot/The Sun