Banda­ríski leik­fanga­fram­leiðandinn Mattel hefur gert Bar­bie­dúkku af Sarah Gil­bert, vísinda­konunni sem fór fyrir þróun bólu­efni AstraZene­ca gegn Co­vid-19. Hún er sjötta raun­vísinda­konan sem Bar­bie­dúkka er gerð eftir.

Gil­bert segir „undar­legt“ að sjá sjálfa sig sem Bar­bie en vonaðist til að „þetta sýni börnum störf sem þau væru ekki með­vituð um, líkt og þróun bólu­efna,“ segir hún í sam­tali við BBC.

Gil­bert var slegin til riddara af Elísa­betu Breta­­drottningu fyrr á árinu.
Fréttablaðið/Getty

„Ég hef mikla ást­ríðu fyrir því að veita næstu kyn­­slóð stúlkna inn­blástur til að fara í raun­­greinar og vona að börn sem sjái dúkkuna átti sig á því hve mikil­­vægt starf er unnið í vísinda­heiminum sem er allri heims­byggðinni til góða,“ segir Gil­bert. Bólu­efni AstraZene­­ca er mest notaða bólu­efnið gegn Co­vid-19 á heims­vísu, í 181 landi.

„Bar­bie gerir sér grein fyrir að fram­línu­starfs­fólk hefur fórnað miklu í bar­áttunni við far­aldurinn og aukinn á­skoruna sem honum fylgja. Til að varpa ljósi á vinnu þeirra erum við að deila sögum þeirra...til að veita næstu kyn­slóð inn­blástur til að fylgja í fót­spor þessara hetja og gefa til baka,“ segir Lisa McKnight, yfir­­­maður Bar­bie­­deildar Mattel á heims­vísu í sam­tali við The Guar­dian.

Gil­bert er nú komin í hóp Dr. Chika Sta­cy Oriuwa, heil­brigðis­starfs­fólksins Amy O'Sullivan og Dr. Audrey Cruz, brasílísku lífeinda­vísinda­konunnar Dr. Jaqueline Goes de Jesus og Dr. Kir­by White, ástralsks læknis sem vann að þróun endur­nýtan­legs skurð­stofu­slopps fyrir fram­línu­starfs­fólk.