Dóra Björt Guð­jóns­dóttir, borgar­full­trúi og odd­viti Pírata til­kynnti fæðingu barns hennar og Sæ­vars Ólafs­sonar íþróttafræðings á Facebook. Hún segir að baráttubarnið þeirra sé fætt.

„Í dag 1. maí er settur dagur drengsins okkar Sæ­vars, sem er bar­áttu­barn í víðum skilningi. En hann lét sjá sig fyrir fimm dögum síðan, á þriðju­dag. Hann er svo undur­fal­legur og bjartur og lýsir upp hjörtun okkar. Ég hef aldrei upp­lifað slíka ást,“ segir Dóra.

Hún segir frá því að síðustu dagar hafa reynst fjöl­skyldunni erfiðir, á­ætluð heima­fæðing hafi endað upp á Lands­spítala og að sonur þeirra hafi þurft að leggjast inn á vöku­deild Barna­spítalans vegna slapp­leika.

„Allt hefur þó gengið upp og við fjöl­skyldan fengum að fara heim í dag, á settum degi. Við njótum þess að vera saman og kynnast. Hann setur allt lífið vis­sa­lega í alveg nýtt sam­hengi,“ segir hún og þakkar heil­brigðis­starfs­fólki fyrir þeirra starf.

„Í dag á 1. maí er líka eins og við vitum öll bar­áttu­dagur vinnandi fólks. Mér hefur alltaf þótt svo vænt um þennan mikil­væga dag,“ segir Dóra og bætir við að hún brenni fyrir að raddir launa­fólks fái að heyrast og að á þær sé hlustað á.