„Ég er bara bú­inn að vera hérn­a mjög stutt en ég elsk­a Ís­land. Fékk alla orku lands­ins beint í æð og þett­a út­sýn­i sem þið haf­ið. Vá! Hvert sem ég lít, til hægr­i eða vinstr­i, er ó­trú­legt út­sýn­i,“ seg­ir De­a­no Mon­cr­i­ef­fe, send­i­herr­a mez­cal-víns­ins Lost Explor­er, sem Björg­ólf­ur Thor Björg­ólfs­son fram­leið­ir.

Mez­cal-vín Björg­ólfs var mest verð­laun­að­a mez­cal-ið í heim­in­um árið 2021, en þrjár teg­und­ir eru gerð­ar úr mis­mun­and­i ag­a­ve-plönt­um sem taka mis­lang­an tíma að vaxa og blómstr­a. Lost Explor­er kom á mark­að á Ís­land­i á síð­ast­a ári, en það var fjórð­a mark­aðs­svæð­ið sem fékk á­feng­ið til sölu. Að­eins Mex­ík­ó, Band­a­rík­in og Bret­land hófu sölu á und­an.

Um­hverf­is­sinn­inn Dav­id Rot­h­schild er með Björg­ólf­i Thor í þess­u verk­efn­i, en þeir fé­lag­ar stofn­uð­u fyr­ir­tæk­ið með það að mark­mið­i að búa til vöru sem hvet­ur fólk til að kann­a og meta um­hverf­i sitt og láta gott af sér leið­a.

Moncr­i­ef­fe hélt svo­kall­að „mast­er class“ með stjörn­u­kokk­um lands­ins á Reykj­a­vík Edit­i­on hót­el­in­u þar sem var á­hersl­a lögð á pör­un mez­cal með mat og mez­cal-kok­teil­um með mat. Bar­þjón­ar feng­u síð­an sömu trakt­er­ing­ar, en þá á Héðn­i Kitch­en & Bar.

„Það er til mez­cal hand­a öll­um. Líka á ís­köld­u vetr­ar­kvöld­i á Ís­land­i sem ég sé sem dá­sam­legt kvöld,“ seg­ir hann. „Hvort sem það er tek­íl­a eða mez­cal þá þarf að vera í rétt­um fé­lags­skap til að drekk­a það. Að fá sér mez­cal er á­kveð­in upp­lif­un,“ bend­ir hann á.

Moncr­i­ef­fe seg­ir að það sé löng­u lið­in tíð að fá sér tek­íl­a með sítr­ón­u og salt­i. Slíkt sé for­tíð­ar­óð­ur. Hann tek­ur dæmi af barn­um sín­um Hach­a þar sem hann par­ar mez­cal sjón­rænt fyr­ir við­skipt­a­vin­i, með­al ann­ars með hnet­u M&M. „Það sem ég er að reyn­a að gera með því er að flest­ir við­skipt­a­vin­ir eru ekki bragð­nörd­ar. Þeir sjá bragð­ið fyr­ir sér og skilj­a þann­ig bragð­ið bet­ur.“

Moncr­i­ef­fe seg­ist ekki hafa nein­a Ís­lands­teng­ing­u aðra en Björg­ólf en seg­ist allt­af vera að líta í kring­um sig eft­ir nýj­um og spenn­and­i hlut­um. „Það er kost­ur­inn við að vera send­i­herr­a Lost Explor­er því þá fæ ég að ferð­ast víða og kynn­ast alls kon­ar bragð­i. Ég get far­ið aft­ur á bar­inn minn með nýj­ar hug­mynd­ir. Bar­inn minn er ekki fast­mót­að­ur, allt er til end­ur­skoð­un­ar.“

Þá seg­ist hann hlakk­a til að koma aft­ur. „Ég verð að koma með kon­un­a mína hing­að, þett­a er eitt­hvað sem hún verð­ur að fá að sjá og upp­lif­a. Það verð­ur reynd­ar smá erf­itt að segj­a syni okk­ar, sem er tveggj­a ára, að hann fái ekki að koma með, en hann fær að koma næst.“