Hjálmar Örn Jóhannesson þáttastjórnandi hlaðvarpsins Hæ hæ er með það fyrir reglu að stunda ekki kynlíf eða sjálfsfróun á aðfangadag.

„Það er eina reglan sem ég vil að Íslendingar virði,“ segir Hjálmar og þykir Helga Jean Claessen meðstjórnandi þáttarins reglan góð.

„Má samt ekki byrja upp úr miðnætti jóladagskynlíf?“ spyr Helgi en svarar Hjálmar því neitandi.

„Jólin eru vel graður tími, það eru allir vel graðir um jólin,“ segir Hjálmar

Þá mælir Hjálmar með því til að brjóta út af vananum og amstri dagsins í desember og bjóða maka sínum á hótel, „Sexy time á hóteli, ekkert skemmtilegra,“ segir hann.

Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: