Bandaríski rithöfundurinn Dean Ray Koontz hefur nú skyndilega slegið í gegn vegna samsæriskenninga um að hann hafi alveg óvart spáð fyrir um kórónaveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Aðdáendur rithöfundarins hafa birt margar færslur um skáldsögu hans, The Eyes of Darkness, sem gefin var út árið 1981.

Í bókinni er minnst á efna-vopn sem rekja megi til kínversku borgarinnar Wuhan, sem kórónaveiran á einmitt uppruna sinn að rekja. Í bókinni nefnist efnavopnið Wuhan-400 þar sem notast er á við manngerða veiru sem lýst er sem hinu fullkomna vopni til að þurrka út heilu þjóðirnar. Í fyrstu prent af umræddri bók hét veiran Gorki-400 eftir rússnensku borginni Gorki en því var breytt árið 1989 í annarri prentun af bókinni.

Áður en veiran fékk nafnið SARS-CoV-2 og sjúkdómurinn nafnið COVID-19 var talað um Wuhan-veiruna. Það virðist þó vera eina sem bókin virðist eiga sameiginlegt með kórónaveirunni.

SARS-CoV-2 er að sjálfsögðu ekki manngerð veira, hvað þá efnavopn.

Dean Koontz.
Fréttablaðið/Getty images

Þónokkrir netverjar hafa birt eftirfarandi texta sem er sagt vera um sömu bók. Þar er minnst á veikindafaraldur árið 2020. Hins vegar er þessi kafli úr bókinni End of Days eftir Sylvia Browne en ekki úr bók Dean Koontz.

Þessi texti úr hins vegar úr annarri bók.