Fyrsta sýnis­hornið úr kvik­myndinni Against the Ice úr smiðju Baltasars Kormáks og RVK Stu­dios er komið á netið. Myndin verður frum­sýnd 2. mars á Net­flix en stikluna úr myndinni má horfa á neðst í fréttinni.

Baltasar Kormákur og RVK Stu­dios fram­leiddu myndina fyrir Net­flix í sam­starfi við danska leikarann Nikola­j Coster-Waldau sem þekktastur er fyrir hlut­verk sitt sem Jamie Lanni­ster í Game of Thrones.

Myndin var að stærstum hluta unnin hér á landi og hefur nú verið valin inn á kvik­mynda­há­tíðina í Ber­lín, sem fram fer í febrúar, og verður frum­sýnd þar í í flokknum Berlina­le Special – Gala Screening.

Against the Ice er byggð á sann­sögu­legum at­burðum; ó­trú­legri þrek­raun tveggja pól­fara sem urðu inn­lyksa á Græn­landi um langt skeið snemma á 20.öldinni.

Með aðal­hlut­verk fara Nikola­j Coster-Waldau og Joe Cole (Pea­ky Blinders, Gangs of London) og með önnur hlut­verk fara m.a. Charles Dance (Game of Thrones), Heiða Rún Sigurðar­dóttir (Heida Reed) og Gísli Örn Garðars­son.