Baltasar Kormákur, þekktasti leik­stjóri landsins og Sunn­eva Ása Weiss­happel, lista­kona og leik­mynda­hönnuður, eru flutt saman á hestabúgarð. Smartland greinir frá þessu.

Þar segir að um sé að ræða hestabúgarð við Elliðaárvatn sem Baltasar keypti árið 2019, áður bjuggu þau í miðbæ Reykjavíkur. Segir að um sé að ræða sveit í borg.

Húsið mun vera 145 fermetrar, með því fylgir 144 fermetra hest­hús og 43 fermetra geymsla. Lóðin er alls 4.800 m2.

Sunneva er einnig búsett í Lundúnum þar sem hún er í námi.