Baltasar Kormákur, þekktasti leik­stjóri landsins og Sunn­eva Ása Weiss­happel, lista­kona og leik­mynda­hönnuður, hafa birt fyrstu myndina af sér saman.

Hana má sjá á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram en hana birtir lista­konan á reikningnum sínum. Þar má sjá parið spóka sig um í blíð­skapar­veðri á Fjalla­baks­leið syðri.

Parið hefur verið saman frá því í fyrra og má svo sannar­lega full­yrða að sé hér að ræða ofur­par.

Baltasar þarf vart að kynna, enda leik­stýrt nokkrum stór­myndum í Hollywood og stendur hann nú í stór­ræðum við upp­byggingu kvik­mynda­vers á Gufu­nesi.

Sunn­eva Ása hefur verið á­berandi í lista­lífi bæði innan og utan land­steinanna. Þannig hlaut hún meðal annars Grímu­verð­laun árið 2015 fyrir búninga­hnnun sína í sýningunni Njálu og þá hefur hún leik­stýrt og unnið við gerð fjölda tón­listar­mynd­banda.