Á­kvörðun akademíunnar um að veita hinum 83 ára gamla Ant­hony Hop­kins Óskars­verð­laun á kostnað hins látna Chadwick Boseman í flokki besta leikara hefur vakið mikla at­hygli. Keppast ýmsir við að lýsa yfir hneykslan sinni á á­kvörðuninni, eins og fram kemur í um­fjöllun USA Today.

Þar kemur fram að skipu­leggj­endur hafi fast­lega gert ráð fyrir að Boseman myndi hreppa styttuna og því breytt dag­skránni. Af­hending vegna besta leikara var færð aftast í dag­skrána, í stað verð­launa­af­hendingar fyrir bestu mynd sem alla­jafna er alltaf síðust.

Black Pant­her stjarnan lést í ágúst síðast­liðnum, einungis 43 ára gamall vegna ristil­krabba­meins. Hann hafði verið til­nefndur fyrir leik sinn í kvik­myndinni Ma Rain­ey's Black Bot­t­om en varð á endanum að lúta í lægra haldi fyrir Hop­kins sem vann til verð­launa fyrir leik sinn í kvik­myndinni Fat­her.

Hop­kins mætti sjálfur ekki á verð­launa­há­tíðina en vottaði Boseman virðingu sína í á­varpi á Insta­gram. „83 ára gamall bjóst ég ekki við þessum verð­launum. Ég virki­lega gerði það ekki. Ég er mjög þakk­látur akademíunni. Takk. Ég vil votta Chadwick Boseman virðingu mína, sem var tekinn frá okkur allt­of snemma. Aftur, takk kær­lega, ég bjóst ekki við þessu, þetta er mikill heiður og for­réttindi, takk.“

Hér að neðan má sjá tíst net­verja sem sögðu flestir að endir há­tíðarinnar hefði komið mjög á ó­vart. Einn líkti endinum við Game of Thrones endi, þátta sem al­ræmdir voru fyrir að koma á­horf­endum á ó­vart með kald­rifjuðum enda­lokum sögu­per­sóna.