Leikarinn Christian Bale segir að hann gæti leikið Leður­blöku­manninn aftur, en að­eins ef Christop­her Nolan leik­stýrir myndinni.

Bale lék milljarða­mæringinn Bruce Wa­yne í Dark Knight þrí­leiknum á árunum 2005 til 2012 við góðan orð­stír og voru myndirnar gífur­lega vin­sælar. Nolan leik­stýrði öllum þremur myndunum.

Í við­tali við Screen Rant sagði Bale að hann myndi snúa aftur í hlut­verkið, en að­eins ef Nolan hefði aðra sögu af Leður­blöku­manninum að segja.

Síðan Bale sagði skilið við hlut­verkið hafa tveir aðrir leikarar tekið að sér hlut­verkið, þeir Ben Af­f­leck og Robert Pattin­son, en að­dá­endur Leður­blöku­mannsins myndu ef­laust vilja sjá Bale snúa aftur.

Að­dá­endur Bale þurfa samt ekki að bíða lengi eftir að sjá leikarann snúa aftur í ofur­hetju­mynd, en hann leikur vonda kallinn Gorr í nýjustu myndinni af þrumu­guðinum Þór.