Leikarinn Alec Baldwin er ósáttur að það sé enn verið að rannsaka þátt hans í dauða kvikmyndatökustjórans Haylenu Hutchins og segir að tökuliðið sé ábyrgt fyrir því að að Hutchins sé dáin.

Eins og frægt er lést Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust í fyrra. Baldwin hefur ávallt haldið því fram að hann hafi haldið að það væru púðurskot í byssunni.

TMZ segir að Baldwin hafi kært Hannah Gutierrez-Reed sem sá um vopnin á tökustað, Dave Halls, aðstoðarleikstjóra, Sarah Zachry sem sér um brellurnar (e. prop director) og Seth Kenney sem hafi afhent honum byssuna.

Í kærunni sakar Baldwin starfsfólkið um kæruleysisleg vinnubrögð en hann vill að eigin sögn með kærunni hreinsa eigið mannorð og draga þá seku til ábyrgða.