Borgarbúar Tórínó hafa lýst yfir óánægju með skipulag borgaryfirvalda í kringum Eurovision keppnina.

Lítið er um skreytingar og mikið um veggjakrot í borginni og enginn opinber Júróklúbbur fyrir djammþyrsta Júrófara.

Líkt og alþjóð veit er íslenski Eurovision-hópurinn nú staddur í Tórínó á Norður-Ítalíu, borg sem er einna þekktust fyrir að vera gestgjafi Ólympíuleikanna 2006.

Fréttablaðið leiðir lesendur í gegnum vinnusvæði blaðamanna og Eurovision-höllina í Ólympíugarðinum.