Kynhvöt er mismikill milli einstaklinga og getur hún jafnvel horfið um tíma á lífsleiðinni. Þegar talað er um kynhvöt er átt við að fólk missi áhugann á kynlífi eða vilja minna kynlíf en áður.

Margar ástæður eru fyrir því og geta þær vera margþættar, hvort sem það er líkamlegar eða andlegar.

Að sögn Indíönu Rósar Ægisdóttir kynfræðings er ekki eitt svar við því hvers vegna einstaklingar missa kynhvötina en það sé afar algengt.

„þetta er auðvitað er mjög flókið og ég vildi að ég væri með eina lausn. Það getur verið líkamlegt, vegna lyfja eða andlegt álag,“ segir Indíana: „Ef þú ert búinn að útiloka að allt sé gott og sambandið í góðu til að útiloka líffræðilega þáttinn, en ef það er mikið álag þá er kannski lítið eftir í kynhvötinni. Þá er gott að leita til læknis.“

Hún telur konur líklegri til að missa kynhvötina en karlar og gæti það tengst þriðju vaktinni sem hallar oft á tíðum á konur, en að sjálfsögðu ekki algilt.

„Það þar auðvitað að skoða það hjá hverjum og einum fyrir sig hvað sé að hafa áhrif,“ segir Indíana og nefnir að skammdegið sem getur einnig haft áhrif, : „Stundum fer maður bara í gegnum tímabil út af alls konar.“

Indíana mælir með að pör ræði saman, sér í lagi ef annar aðilinn hefur meiri kynhvöt en hinn. „Það er ekki alltaf raunhæft að ætlast til að eiga spontant kynlíf eins og sést í bíómyndum, heldur getur verið gott að plana kvöld til að kyssast og knúsast en taka pressuna af því að stunda kynlíf.“

Þá sé mikilvægt að sýna sjálfum sér mildi á slíkum tímabilum.

Ráð sem geta hjálpað við auka kynhvötina

  • Útiloka hormónaójafnvægi og leita ráða hjá lækni.
  • Kaupa nýtt kynlífstæki, undirföt eða sleipiefni.
  • Minnka stress
  • Gæta að svefni
  • Plana samverustundir
  • Knúsast, kyssast og nudda hvort annað
  • Ræða um langanir hvers annars