Allt getur nú gerst, skrifar Ó­lína Kjer­úlf Þor­varðar­dóttir rit­höfundur í færslu á Face­book.

„Haldið þið ekki að gámurinn með For­lags-bókunum sem áttu að koma til landsins í vikunni hafi orðið eftir á hafnar­bakkanum í Dan­mörku,“ skrifar Ó­lína.

„Það verður því bið á að bókinni verði dreift í búðir - og bið á út­gáfu­hófi er ég hrædd um. Ekki bara hjá mér heldur fleiri höfundum sem áttu líka bækur í gámnum.“

Þá vitnar hún í mál­tækið fall er farar­heill og veltir því fyrir hvort þetta verða met­sölu­bækurnar í ár.