Bæjar­búar í Chadlington í Ox­ford­skíri eru brjálaðir út í bresku sjón­varps­stjörnuna Jeremy Clark­s­on vegna fyrir­hugaðra á­ætlana hans um stækkun býlis­búðar sinnar sem ber heitið Didd­ly Squ­at.

Breska götu­blaðið The Sun greinir frá því að Clark­s­on hafi verið boðaður á fund með bæjar­búum í ráð­húsi bæjarins í gær­kvöldi. Þúsundir hafa heim­sótt búð sjón­varps­mannsins sem opnaði fyrir minna en ári en opnuninni var gerð skil í sjón­varps­þáttunum Clark­s­on's Farm á Amazon Prime.

Bæjarbúar hafa fengið gjörsamlega nóg af ágangnum.
Mynd/Facebook

Býlið var raunar svo vin­sælt að lög­regla þurfti að annast um­ferðar­stjórn á tíma­bili í júní síðast­liðnum. Selur sjón­varps­maðurinn meðal annars á­fengi til handa gesta og er býlið vin­sæll ferða­manna­staður. Segir í frétt breska götu­blaðsins að bæjar­búar, sem vanir séu ró og næði, viti ekki hvar á sig stendur veðrið vegna málsins.

Átta­tíu bæjar­búar mættu á fundinn á­samt sjón­varps­manninum sjálfum. „Málið er að þú ert ekki bóndi,“ sagði einn bæjar­búanna við sjón­varps­stjörnuna. „Þú ert sjón­varps­maður og býlið er hliðar­verk­efni. En þetta er okkar þorp og við þurfum að búa við af­leiðingarnar.“

Ekki kemur fram í frétt breska götu­blaðsins hvað sjón­varps­maðurinn hyggst gera í málinu. Clark­s­on keypti býlið árið 2008 og fékk heima­mann til að reka það fyrir sig. Sá hætti að vinna árið 2019 og á­kvað Clark­s­on þá að ráðast í gerð sjón­varps­þáttanna á Prime og sjá hvort hann gæti rekið býlið sjálfur.