Ástralsk­ur mið­ill hef­ur fjar­lægt frétt af vef sín­um og rit­stjór­inn beð­ist af­sök­un­ar eft­ir að mið­il­inn hef­ur ver­ið sak­að­ur um að þving­a leik­kon­unn­i Reb­el Wil­son út úr skápn­um. Síð­ast­a föst­u­dag deild­i leik­kon­an mynd af nýj­ast­a maka sín­um og sagð­i við mynd­in­a að hún væri búin að finn­a sína eig­in „Dis­n­ey prins­ess­u“.

Fjall­að er um mál­ið á vef BBC en þar kem­ur fram að dag­inn eft­ir, á laug­ar­dag, birt­ist svo frétt á veg­um S­yd­n­ey Morn­ing Her­ald þar sem kom fram að mið­ill­inn hefð­i haft vit­neskj­u um sam­band­ið leng­i áður en það var gert op­in­bert og að þau hefð­u gef­ið Wil­son einn og hálf­an dag til að tala við þau áður en þau birt­u frétt. Frétt­in vakt­i at­hygl­i og reið­i margr­a og sagð­i margt hin­seg­in bar­átt­u­fólk að það væri ó­á­sætt­an­legt að setj­a press­u á nokk­urn að grein­a frá kyn­hneigð sinn­i áður en þau eru til­bú­in eða vilj­a það.

„Það að koma út er mjög per­són­u­leg á­kvörð­un. Hvort, hve­nær og hvern­ig fólk kem­ur út á að vera þeirr­a á­kvörð­un, og á þeirr­a for­send­um,“ sagð­i tals­mað­ur Ston­ew­all bar­átt­u­sam­tak­ann­a.

Mið­ill­inn við­ur­kennd­i í fyrst­u eng­in mis­tök og sagð­i að þau hefð­u hrein­leg­a ver­ið að spyrj­a spurn­ing­a en svo í dag, mán­u­dag, sagð­i pistl­a­höf­und­ur­inn Andrew Horn­er­y að hann hefð­i ekki tek­ið vel á mál­in­u og að það væri ekki hlut­verk mið­ils­ins að koma fólk­i út. Hann sagð­ist skilj­a að em­a­il hans til Wil­son hefð­i get­að skil­ist sem hót­un og að sem sam­kyn­hneigð­ur mað­ur þá skild­i hann vel hvern­ig mis­rétt­i sær­ir og að hann hafi ekki vilj­að vald­a nein­um sárs­auk­a.

Fram kem­ur á vef BBC að Wil­son hafi ekki svar­að tölv­u­póst­i Horn­er­y en hann var send­ur á fimmt­u­dag. Dag­inn eft­ir birt­i hún svo færsl­un­a sína.

Hér að neðan má sjá nokkrar færslur um málið á Twitter.