Karl Bret­lands­konungur bað lávarða­deild breska þingsins að bæta Ját­varði og Önnu prinsessu á lista yfir stað­gengla konungs nái hann ekki að sinna skyldum sínum. Þetta bað hann um í af­mælis­gjöf en slíkt tíðkast á Bret­lands­eyjum.

Þetta kom fram í fyrsta þætti Crown­varpsins, við­hafnar­hlað­varpi Frétta­blaðsins um Crown þættina á Net­flix. Guð­ný Ósk Lax­dal, sér­fræðingur í bresku konungs­fjöl­skyldunni ræddi þar málið. Hægt er að hlusta á þáttinn á Spotify undir merkjum Bíóvarpsins og hér neðst í fréttinni.

„En Ját­varður var bara í síðasta þætti og er bara með tvær línur,“ segir Guð­ný sem var hissa á því hve lítið við sögu yngsta barn þeirra Elísa­betar og Filippusar kom í nýjustu Net­flix seríunni.

„Hann er að fara að koma meira og meira inn en Karl vill fá hann meira til stuðnings við sig í dag,“ segir Guð­ný. Hún segir það hefð að þjóð­höfðinginn geti beðið stjórn­völd í Bret­landi um af­mælis­gjafir á af­mæli sínu.

Þannig hafi Elísa­bet til að mynda gert það að sinni síðustu ósk á af­mæli sínu að Kamilla myndi hljóta titilinn „Qu­een consort“ þegar Karl tæki við af Elísa­betu sem konungur.

„Karl bað lávarða­þingið um að bæta Önnu prinsessu og Ját­varði á lista þeirra sem eru stað­genglar kóngsins ef hann nær ekki að sinna skyldum sínum. Þannig í stað þess að taka Harry og Andrés af listanum, eins og fólk átti von á, þá á­kvað hann að bæta við hann,“ segir Guð­ný.

„Þessi listi virkar ekki þannig að ef þú ert hæstur í erfða­röðinni þá ertu næstur, heldur er bara valið af listanum. Þau voru alltaf fimm en eru í dag sjö.“

Þetta er eins og hand­hafi for­seta­valds?

„Já þetta er svo­lítið þannig. Þetta er mjög gömul hefð og átti kannski meira við þegar drottningin fór er­lendis á Britannicu snekkjunni sinni í marga mánuði, þá er ekkert hægt að skilja landið eftir án þjóð­höfðingja í marga mánuði og þá var hægt að hafa ein­hvern í hennar stað til að skrifa undir skjöl og þess háttar.“

Hlusta má á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er mættur á Spotify undir merkjum Bíóvarpsins.