Þegar Íslandsferðin var blásin af greip breskur maður til þess ráðs að biðja unnustu sinnar í Iceland-verslunarkeðjunni þess í stað.

Verslunarkeðjan greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag í færslu sem sjá má hér fyrir neðan.

Iceland er með 950 verslanir í Bretlandi og er með 2,2% markaðshlutfall í matarinnkaupum Breta.

Samkvæmt upplýsingunum sem Iceland gefur frá sér var maðurinn búinn að ákveðja að biðja unnustu sína um að giftast sér á Íslandi en hætt var við ferðina.

Í tilefni þess mun Iceland bjóða þeim hjónunum í heimsókn til Íslands síðar.