Lögreglustjórinn á Suðurnesjum bað fylgjendur sína á Facebook að setja athugasemd með tjámerki (e. emoji) sem þeim fannst lýsa lögreglunni vel.

„Samkvæmt okkar nýjustu upplýsingu þá er alþjóðlegi tjámerkisdagurinn (e. Emoji) í dag. Hvaða tjámerki kemur fyrstur upp í hugann hjá ykkur er lögreglan er nefnd á nafn,“ segir í færslu lögreglustjórans á Facebook. Lögreglan deilir svo broskalli í lok færslunnar.

Netverjar skemmtu sér konunglega við að birta mismunandi tjámerki við færsluna. Margir deildu brosköllum og svipuðum merkjum en einnig mátti finna kleinuhringjamerki og myndir af svínum.

Hér fyrir neðan má sjá færsluna hjá lögreglustjóranum.

Mynd segir meira en þúsund orð