Bachelorette keppandinn Tyler Gwozdz er látinn, 29 ára að aldri. Þetta kemur fram á vef Varie­ty en þar kemur fram að talið sé að hann hafi látist úr of stórum skammti.

Gwozdz, sem þekktur var sem „Tyler G.“ hjá að­dá­endum raun­veru­leika­þáttanna, birtist um skamma stund í fimm­tándu seríu þáttanna í fyrra. Hann landaði fyrsta stefnu­mótinu með piparjúnkunni Hönnuh Brown en hvarf með dular­fullum hætti af skjánum eftir einungis þrjá þætti.

„Þetta var á­kvörðun sem ég féllst á með fram­leið­endum og er eitt­hvað sem ég hef áttað mig á að er besta á­kvörðunin sem ég hefði getað tekið.“

Í frétt Varie­ty kemur fram að hann hafi verið lagður inn á spítala þann 13. janúar síðast­liðinn í Flórída. Segir að neyðar­línunni hafi borist sím­hringing frá konu sem fann Gwozdz með­vitundar­lausan inni á klósetti.