Bachelorette stjarnan Emily Maynard Johnson eignaðist í gær sitt fimmta barn með eigin­manninum sínum Tyler John­son. Í frétt E News! af fæðingunni segir að stjarnan hafi komið fylgj­endum sínum á ó­vart og eignast barnið degi eftir að hún til­kynnti ó­léttuna.

Saman á parið nú þegar hinn tveggja ára gamla Gatlin A­very, hinn fjögurra ára Gibson Kyle og hina fimm áru gömlu Jennings Tyler. Emily átti fyrir hina fimm­tán ára gömlu Josephine Riddick Hendrick sem hún eignaðist með öku­þórinum Ricky Hendrick.

„baby #5,“ skrifar Bachelorette stjarnan á Insta­gram. Þá birtir hún líka tveggja mínútna langt mynd­band. Fimmta barnið þeirra hjóna reyndist heil­brigð lítil stúlka og sam­kvæmt Maynard gekk allt að óskum við fæðinguna.

View this post on Instagram

Welcome to our world!

A post shared by Tyler Johnson (@mtylerjohnson) on