Bachlorette keppandinn Spencer Robert­son beið ekki boðanna með að bjóða Clare Crawl­ey á stefnu­mót. Spencer á­kvað að bjóða Clare út innan við sólar­hring eftir að greint var frá því að hún og fyrrum Bachelorette keppandinn Dale Moss hefðu slitið trú­lofun sinni.

Spencer birti spurninguna „Kaffi?“ og merkti Clare í „story“ á Insta­gram síðu sinni. Ekki er vitað hvort Clare hafi svarað kallinu en líkt og áður kom fram hefur ekki liðið langur tími frá enda­lokum sam­bands hennar og Moss.

Spencer Robertson heillaði Tashyu Adams upp úr skónum í Bachelorette þáttunum.

Einungis eru fimm mánuðir síðan Dale bað Clare um að trú­lofast sér í ó­­­trú­­legum upp­­hafs­þáttum af Bachelorette seríunni.

Líkt og Bachelor sam­fé­lagið veit vel þá var Spencer ekki keppandi þegar Bachelorette þátta­röðin hóf göngu sína heldur kom hann inn þegar Clare lét sig hverfa og Tashya Adams tók við keflinu.

Spencer og Clare hafa því ekki hist en ljóst er að Spencer vilji breyta því sem fyrst.