Banda­rísku Bachelor stjörnurnar Jade Roper Rol­bert og eigin­maður hennar, Tanner Tol­bert, hafa verið svipt verð­launa­féi sem þau unnu til í fanta­sí­deild banda­rísku fót­bolta­deildarinnar NFL. Þetta kemur fram ávef TMZ.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá unnu hjónin eina milljón dollara í keppninni sem er á vegum banda­ríska veð­mála­fyrir­tækisins Draft Kings. Þau voru þó fljót­lega sökuð um svindl, að hafa unnið saman til þess að eiga sem mestan mögu­leika á vinningi. Bæði höfnuðu þau því al­farið.

Í til­kynningu frá Draft­Kings sem birt var um helgina, kemur fram að nokkra vikna löng rann­sókn hafi farið fram á keppninni. Í til­kynningunni kemur fram að listi yfir þá sem hafi verið með flest rétt í leiknum hafi verið upp­færður.

Tekið er fram í frétt TMZ að ekki sé minnst á hjónin í til­kynningunni. Nokkuð ljóst sé þó að maðkur hafi verið í mysunni. „Allir við­skipta­vinir okkar, sem breytingarnar hafa á­hrif á, munu fá upp­lýsingar um það. Al­mennt er stefna okkar sú að tjá okkur ekki frekar um slík mál.“

Hjónin kynntust í annarri seríu af Bachelor in Para­dise og eins og áður segir þver­tóku þau fyrir að hafa svindlað. Nú er þó ljóst að milljón dollararnir munu ekki renna til þeirra, heldur notandans spclk36.