Cla­yton Echard, næsti pipar­sveinn í banda­rísku raun­veru­leika­þáttunum Bachelor er staddur á Ís­landi. Hann er staddur hér við upp­tökur á loka­hnykki í nýjustu seríunni.

Um er að ræða fyrstu seríuna í hart­nær tvö ár þar sem kepp­endur ferðast út fyrir Banda­ríkin en tökur hafa verið fyrir luktum dyrum undan­farið vegna heims­far­aldurs CO­VID-19.

Eftir því sem Frétta­blaðið kemst næst eru þrír kepp­endur staddir hér á landi með Cla­yton. Þau gerðu sér meðal annars daga­mun í Sky Lagoon úti á Kárs­nesi að því er heimildir blaðsins herma.

Cla­yton var þátt­takandi í Bachelorette seríu Michelle Young sem enn er í sýningu á Sjón­varpi Símans. Þrátt fyrir að þeir séu enn í sýningu bæði hér og er­lendis hefur það kvisast út fyrir margt löngu á er­lendum slúður­miðlum að Cla­yton sé næsti pipar­sveinninn.