Bachelor stjörnurnar þau Kati­e Thur­ston og Blake Moynes eru hætt saman. Thur­ston til­kynnti þetta á Insta­gram síðunni sinni.

Eins og að­dá­endur vita þá byrjuðu þau saman eftir nýjustu seríuna af Bachelorette. Þar kom Blake inn meðal síðustu manna en svo virtist vera sem miklir straumar væru á milli þeirra, að minnsta kosti kyn­ferðis­legir.

Einungis þrír mánuðir eru liðnir síðan hún játaðist Blake og segir Kati­e að þetta hafi verið sam­eigin­leg á­kvörðun. Parið sé þakk­látt fyrir lífs­reynsluna.

„En við höfum að endingu á­kveðið að við eigum ekki saman sem lífs­föru­nautar og þetta er besta á­kvörðunin fyrir okkur bæði að halda á­fram á eigin vegum.“