Banda­ríska Bachelor stjarnan Caelynn Miller-Keyes var í sárum þegar Hannah Brown, með­keppandi hennar, var valinn fram­ yfir hana til að vera pipar­meyjan í Bachelorette seríunni sem fylgdi í kjöl­farið. Þetta kemur fram á vef E News.

Líkt og Bachelor þjóðin man eftir var Caelynn Miller-Keyes næstum því búin að hreppa síðustu rósina frá pipar­sveininum Col­ton Underwood á sínum tíma. Svo fór því ekki, því Col­ton valdi Cassi­e Randolph sem ást­konu í 23 seríu þessara vin­sælu þátta.

„Ég man eftir því þegar ég fékk sím­talið og það var ekki ég sem hafði verið valin fyrir Bachelorette. Og ég man ég hugsaði „Dang það sökkar! Svo komst ég að því að það hefði verið Hannah,“ segir Caelynn.

Hannah komst einungis í sjöunda sætið í þáttunum. „Það var sárt. Það var klár­lega sárt,“ segir hún. „Það stakk og ég var í upp­námi og mér var ein­hvern­veginn talin trú um að þetta yrði mitt og svo allt í einu var það ekki þannig. Þetta var fyrir Hönnuh,“ segir hún.

„Þegar maður lítur til baka á síðustu seríur sér maður að þetta hafa alltaf verið þær sem lenda í topp fjórum. Og svo völdu þau Hönnuh frekar og það var sárt.“