Bachelor-stjarnan Michelle Young er stödd á Ís­landi þessa stundina en að­eins nokkrir dagar eru síðan til­kynnt var að hún og Nayt­e Olu­koya væru hætt saman. Þau höfðu verið saman í sex mánuði eftir að hafa trú­lofast í þessum sí­vin­sælu raun­veru­leika­þáttum.

Michelle birti svip­myndir frá Ís­lands­ferðinni á Insta­gram-síðu sinni og virðist hún skemmta sér konung­lega.

„Sannir vinir eru þeir sem þerra tár manns, minna mann á að halda höfðinu uppi og hoppa upp í flug­vél með manni til Ís­lands á síðustu stundu ef þú biður þá,“ sagði hún og birti myndir af sér og tveimur góðum vin­konum. Þær skelltu sér meðal annars í fjór­hjóla­ferð og komu við á Sól­heima­sandi þar sem þær skoðuðu flug­vélar­flakið eins og sannir túr­istar.

Að­eins eru nokkrir dagar síðan til­kynnt var að Michelle og Nayt­e væru hætt saman. Michelle sagði að sam­bands­slitin hefðu farið fram í góðu en það hefði ekki alltaf verið auð­velt að vera mið­punktur at­hyglinnar hjá stórum hópi fólks.