Þrátt fyrir að rúm vika sé síðan að Bachelor-stjarnan Michelle Young fór af landi brott eftir vikudvöl er ljóst að Ísland á enn hug hennar allan.

Michelle hefur haldið áfram að birta myndir af sér á Instagram-síðu sinni og í gær bað hún fylgjendur sína afsökunar á öllum myndunum.

„Fyrirgefið allar myndirnar en ég varð virkilega ástfangin af þessum stað,“ segir Michelle en hún birti einnig fallegar myndir af sér við Seljavallalaug.

Michelle varð ástfangin af Íslandi.
Fréttablaðið/Skjáskot af Instagram