Bachelor-stjarnan Michelle Young er nú farin af landi brott eftir um það bil viku dvöl.

Af Instagram-síðu Michelle að dæma hefur hún ásamt tveimur vinkonum skemmt sér konunglega á Íslandi síðustu daga.

Tóku þær stöllur meðal annars lagið í karókí á Kiki bar í miðbæ Reykjavíkur um helgina.

Þá enduðu þær ferðina í Bláa lóninu og birti Michelle myndir af sér í lóninu sem má sjá hér að neðan.