Svo virðist vera sem fram­koma Bachelor keppandans Susi­e Evans hafi verið klippt all­hressi­lega til í nýjustu seríunni af raun­veru­leika­þáttunum, í hið minnsta ef marka má Twitter færslur keppandans.

Eins og að­dá­endur vita kláraðist sería Cla­yton Echard í síðustu viku, hvergi annars­staðar en á Ís­landi. Susi­e skildi Cla­yton eftir á Ís­landi og af­þakkaði rósina hans pent.

„Ég held að við­tal Nick Vi­all við Susi­e sé þess virði að hlusta á. Ég er full­viss um að þau hafi klippt út per­sónu­leikann hennar,“ segir einn að­dáandi þáttanna á Twitter.

Susi­e virðist stað­festa þetta í svari til hennar. Þar lætur hún fylgja með Adam Sandler og nokkuð ljóst að hún hefur ekkert kannast við eigin per­sónu­leika.

Hlusta má á hlaðvarpsþáttinn hér að neðan: