Nýjasti piparsveinninn í Bachelor-þáttaröðinni, Matt James, og fyrrum þátt­takandinn og sjón­varps­stjarnan Tyler Ca­meron fóru saman í brasilískt vax áður en Matt James hóf veg­ferð sína sem nýjasti pipar­sveinninn. Á vef banda­ríska miðilsins Peop­le er fjallað um mynd­skeið af því þegar þeir fóru saman.

„Við vorum vaxaðir og eyði­lagðir,“ sagði Ca­meron í lýsingu við mynd­bandið af at­hæfi drengjanna. Þar má einnig sjá Ca­meron segja við Matt að hann vilji að hann skilji betur hvað konurnar sem taka þátt upp­lifa áður en þær koma til þátt­töku.

„Svo Matt geti að fullu metið þessar stúlkur þegar þær stíga út úr limó­sínunni,“ segir Ca­meron.

Um leið og Matt leggst niður hringir mamma hans í mynd­sím­tali en hvíslar svo til hennar að hann þurfi að hringja aftur eftir að hafa öskrað úr sárs­auka þegar vax-s­trim­illinn er rifinn af.

Mynd­bandið er hægt að sjá hér að neðan í heild sinni. Eftir að vaxinu er lokið spyr Matt um barna­púðrið.

Fyrsti svarti piparsveinninn

Nýjasta þátta­röðin um Pipar­sveininn var frum­sýnd 4. janúar. Matt James hefur aldrei tekið þátt áður og er jafnframt fyrsti svarti piparsveinninn. Það hafa aldrei eins margar konur sótt um að vera með.

Á myndinni að neðan er hann með mömmu sinni í New York þar sem hann á heima.