Ó­hætt er að full­yrða að Bachelor heimar nötri í kjöl­far þess að Chris Har­ri­son, stjórnandi þáttanna til margra ára, til­kynnti að hann hyggðist stíga til hliðar, að minnsta kosti tíma­bundið. Fyrr­verandi kepp­endur hafa ýmist komið honum til varnar eða á­fellst hann.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá til­kynnti Har­ri­son um helgina að hann hyggðist stíga til hliðar. Var það eftir að hann hafði verið harð­lega gagn­rýndur fyrir um­mæli sem hann lét falla í við­tali við Rachel Lindsay, fyrr­verandi keppanda í þættinum Extra.

Þar var um­ræðu­efnið á­sakanir á hendur Rachael Kirkconnell, keppanda í nýjust seríunni af Bachelor, um ras­isma. Á­stæðan þriggja ára gömul mynd af henni á Insta­gram, þar sem hún var í búninga­partýi í­klædd búningi sem notaður var af þræla­höldurum á plant­ekrum í Suður­ríkjum Banda­ríkjanna.

Í stað þess að gagn­rýna keppandann kom Har­ri­son henni til varnar. Hún er enn keppandi í þáttunum og gæti orðið eigin­kona Matt James, pipar­sveins sem ein­mitt er fyrsti svarti pipar­sveinninn.

Sagði Har­ri­son að „woke herinn“ yrði að gæta sín á al­netinu og finna til sam­kenndar með Kirkconnell, í stað þess að gagn­rýna hana. Hann viður­kenndi í til­kynningu sinni að hann hefði verið upp­vís að fá­visku, sem væri skað­leg.

Svo gæti farið að þau Rachael Kirkconnell og Matt James gifti sig fari hún með sigur úr býtum.
Mynd/ABC

Af­sökunar­beiðnin reyndist ekki nóg

Banda­ríski slúður­miðillinn US We­ekly greinir frá því að Chris Har­ri­son hafi upp­runa­lega talið nóg að biðjast af­sökunar á um­mælunum. Vísað er í orð Rachel Lindsay, þar sem hún segir að hann hafi búist við því að fá „ein­hverja gagn­rýni“ vegna við­talsins þegar því var ný­lokið. Hún hafi verið tölu­vert meiri en hann hafi gert sér grein fyrir.

Eins og áður segir skiptust fyrr­verandi kepp­endur í fylkingar. Taylor Nolan, keppandi í 21. seríu af Bachelor hóf undir­skriftar­söfnun eftir að Har­ri­son fór í um­rætt við­tal, þar sem þess var krafist að hann segði af sér. Meira en 30 þúsund manns skrifuðu undir. Sjálf sagði Lindsay að hún hefði ekki ætlað sér að láta kynninn til ára­tuga, stíga til hliðar með við­talinu.

„Það var aldrei ætlunin að valda því að Chris har­ri­son myndi stíga til hliðar. Ætlun mín var hins­vegar að leyfa öðrum að sjá og heyra þetta við­tal,“ segir hún.

Hún segir mikil­vægt að eiga slíkar sam­ræður um undir­liggjandi ras­isma í banda­rísku sam­fé­lagi, jafn­vel þó þær séu ó­þægi­legar. „En notum ekki merki­miða, við skulum ekki kansella heldur látum fólk bera á­byrgð á að­gerðum sínum.“

Rachel segir umræðuna mikilvæga en Sharleen hefur áhyggjur af því að málið muni engu breyta.
Fréttablaðið/Getty/Samsett

Segist ekki telja að þetta hafi áhrif

Bachelor keppandinn Sharleen Joynt, sem brá fyrir í 18. seríu þáttanna, segist vera nokkuð sama um fréttirnar af brott­hvarfi Har­ri­son. Á­stæðuna segir hún vera þá að hún haldi ekki að þetta muni koma til með að hafa nein al­vöru á­hrif á fram­tíð þáttanna.

„Já, Chris Har­ri­son er and­lit þessarar seríu, en hann er ekki sá sem sér um að velja kepp­endur, ekki sá sem passr upp á sam­fé­lags­miðla kepp­enda og ekki sá sem fær ekki fleiri litaða kepp­endur til liðs við þættina,“ segir hún.

Joynt segir að hér sé stóra heildar­myndin, um þættina, sem sjaldan eða aldrei sé rædd. „Stað­reyndin er sú að eftir 40 seríur, höfum við verið með þrjá litaða ein­stak­linga í aðal­hlut­verkum og í tveimur af þremur til­vikum hefur verið þekktur ras­isti í við­komandi þætti. Það er eitt­hvað mikið að.“

„og sjá, hér koma allar reiðu hvítu konurnar“

Þau Bekah Martinez, Bob Guiney, Olivia Caridi og Pieper James hafa öll mismunandi skoðanir á málinu.
Fréttablaðið/Getty/Samsett

Ekki allir meðal Bachelor þjóðarinnar telja málið þó svo al­var­legt að Chris Har­ri­son eigi að segja af sér. Bekah Martinez, keppandi úr 22. seríu, virðist taka undir með not­endum sam­fé­lags­miðla sem gera lítið úr málinu.

„HANN GERÐI EKKERT RANGT,“ skrifar einn not­enda undir Insta­gram færslu Martinez og bætir við: „Við stöndum með þér, það er ömur­legt að það sé ekki hægt að segja NEITT án þess að fólk kvarti!“ skrifar hann. Martinez svarar um hæl: „og sjá, hér koma allar reiðu hvítu konurnar.“

Har­ri­son hefur gefið það út að hann ætli sér ekki að stýra næstu seríu af þáttunum, sem verður Bachelorette sería. Það er í fyrsta sinn frá upp­hafi þáttanna árið 2004 sem hann er ekki í stafni. Þegar hafa hafist um­ræður um það hver kemur í hans stað, þessa seríu í hið minnsta.

Bachelor blogarinn Reality Ste­ve segist telja að það eigi að vera Rachel Lindsay eða Tayshia Adams. Olivia Caridi, keppandi úr seríu 20 af Bachelor tekur undir. „Það ætti al­gjör­lega að vera Rachel, sér­stak­lega þar sem hún þurfti að þola að sitja undir í þessu við­tali.“

Bob Guin­ey, sem var pipar­sveinninn í fjórðu seríu af Bachelor, sendi Har­ri­son þrjú hjörtu á Insta­gram færslunni þar sem hann til­kynnti á­kvörðun sína. Pi­eper James, keppandi í nýjustu seríunni af Bachelor, segir á­kvörðun Har­ri­son hafa verið rétta.

Hún segist hins­vegar vilja sjá frekari breytingar og kallaði eftir að­gerðum frá Bachelor þjóðinni. „Að Chris stígi til hliðar er skref. Hins­vegar bíð ég eftir kerfis­lægum breytingum innan seríunnar til að kljást við tákn­mynda­notkun á lituðum ein­stak­lingum.“

Hér að neðan má horfa á örlagaríka viðtalið: