Lista­safn Sigur­jóns Ólafs­sonar býð­ur, í sam­starfi við Safn RÚV, til Bach-há­tíð­ar í safn­inu á Laugar­nesi næst­kom­andi þrjá sunnu­daga, 15., 22., og 29. maí, klukk­an 17. Þá gefst áheyr­end­um kost­ur á að hlýða á sjald­heyrð­ar upp­tök­ur með leik Björns Ólafs­sonar kon­sert­meist­ara og þýska fiðlu­snill­ings­ins Adolfs Busch ásamt kammer­sveit. Upp­tök­ur þess­ar eru úr fór­um Ríkis­útvarps­ins og hefur Hreinn Valdi­mars­son yfir­fært þær á staf­rænt form og hljóð­hreins­að. Hlýtt verð­ur á upp­tök­urn­ar úr hljóð­kerfi frá Stúdíó Sýrlandi. Hlíf Sigur­jóns­dótt­ir kynnir.

Á fyrstu tón­leik­un­um, 15. maí, verða endur­tekn­ir tón­leik­ar sem haldn­ir voru í Tríp­ólí bíói fyrstu dag­ana í sep­tem­ber 1945, þar sem Adolf Bush lék ein­leik með ís­lenskri kammer­sveit. Hlíf Sig­ur­jóns­dótt­ir fjall­ar um áhrif heim­sókn­ar Adolfs Busch til Ís­lands á Björn Ólafs­son.

Á síð­ari tón­leik­un­um verða flutt­ar hljóð­rit­an­ir Björns Ólafs­sonar á fimm fiðlu­einleiks­verku­m Johanns Sebast­ian Bach sem hann hljóð­rit­aði í Út­varps­hús­inu á Skúla­götu á ár­unum 1959-1961.