Lífið

Aziz Ansari segist vona að hann sé betri maður í dag

Grínistinn og leikarinn Aziz Ansari sem þekktastur er fyrir Parks and Recreation þættina segist hafa hugsað um margt síðan að hann var sakaður um kynferðisofbeldi í janúar 2018 og að hann voni í dag að hann sé betri maður.

Aziz Ansari. Fréttablaðið/Getty

Leikarinn og grínistinn Aziz Ansari opnaði sig á mánudaginn í uppistandi í New York um það sem hann hefur lært síðan að hann var sakaður um kynferðisofbeldi fyrir meira en ári síðan, í janúar 2018, að því er fram kemur á vef Vulture. Hann segist vona að hann sé orðinn betri maður. 

Um var að ræða ásakanir sem birtust á hendur leikaranum á vefsíðunni Babe.net þar sem ónafngreind kona tjáði sig um stefnumót sem hún hafði farið á með leikaranum árið 2017 en hún segir að grínistinn hafi ítrekað haft frumkvæði að kynferðislegum athöfnum, þrátt fyrir að hún hafi ítrekað gefið til kynna að hún hefði ekki áhuga.

Hún segir jafnframt að sér hafi liðið afar óþægilega og gert sér grein fyrir því síðar að um kynferðisárás hafi verið að ræða Grínistinn gaf út tilkynningu nánast samdægurs þar sem hann sagðist hafa tekið orð konunnar til sín, hann hafi haldið að um hafi verið að ræða kynlíf með samþykki beggja aðila. Þá sagðist hann jafnframt enn styðja #MeToo-hreyfinguna og að hún væri tímabær.

Rúmlega 200 manns mættu til að hlýða á uppistand grínistans á mánudagskvöld en við tilefnið ræddi hann eins og áður segir það sem hann telur sig hafa lært í kjölfarið af ásökuninni.

„Þetta er hræðilegur hlutur til að tala um. Það voru tímabil þar sem ég var gjörsamlega miður mín og niðurlægður og að lokum leið mér bara hræðilega að þessari manneskju hefði liðið svona,“ segir leikarinn meðal annars. 

„Eftir ár vona ég að þetta hafi verið skref fram á við. Þetta lét mig hugsa um margt og ég vona að ég sé orðinn betri manneskja,“ segir Aziz sem vonar að þetta hafi vakið fleiri til umhugsunar heldur en sjálfan sig. 

„Ef þetta hefur látið aðra menn hugsa um þetta en ekki bara mig og að vera tillitsamari og meira vakandi og reiðubúnir til að leggja meira á sig til að tryggja að öðrum líði vel á þeirri stundu, þá er það gott.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing