Tónlistarparið Avril Lavigne og Mod Sun hafa slitið trúlofun sinni aðeins ári eftir að Sun fór á skeljarnar.
Talsmaður parsins sagði í samtali við TMZ að þau hafi reynt að vinna í sambandinu síðustu mánuði en án árangurs. Parið hefur ekki aðeins ákveðið að slíta trúlofuninni heldur sambandinu alveg.
Degi áður en greint var frá sambandsslitunum sást til Lavigne úti að borða með fyrrverandi kærasta Kylie Jenner, Tyge, á veitingastaðnum Nobu. Samkvæmt miðlinum The Sun sást til þeirra faðmast fyrir utan staðinn og keyra saman í burtu.
Samkvæmt heimildamanni TMZ eiga þau þó ekki í rómantísku sambandi. Þá er tekið fram að ástæða sambandsslitana sé ekki vegna framhjáhalds.
Mod Sun birti myndir á samfélagsmiðlum eftir að hann bað um hönd Lavigne í París í mars í fyrra.
Á myndunum má sjá Eiffelturninn í bakgrunn og stærðarinnar hjartalaga stein á fingri hennar.
