Stikla úr Avengers 4 er loksins komin á netið en aðdáendur hafa beðið í ofvæni eftir henni en nú fá allir loksins að vita hvernig endirinn í baráttunni gegn Thanos verður. Gífurleg leynd hefur ríkt yfir bæði nafni myndarinnar og söguþræðinum.

Þá er komið í ljós að myndin heitir Avengers: End Game. Stiklan byrjar á að sýna Tony Stark týndan úti í geim en fer svo yfir í tal annarra Hefnenda um það sem Thanos gerði.

Þá birtast Hawkeye og Ant Man í stiklunni en þeirra var sárt saknað í fyrri myndinni. Stiklan gefur ekki mikið upp um eiginlegan söguþráð myndarinnar en skapar hins vegar gífurlega spennu. Myndin kemur út í maí á næsta ári. 

Sjá má stikluna hér að neðan.