Lífið

A­ven­gers 4 komin með nafn og stiklu

Fjórða Avengers myndin er nú komin með nafn en Marvel birti stiklu úr myndinni í dag. Gífurleg leynd hefur ríkt yfir myndinni.

Hvað verður um Tony Stark og félaga? Fréttablaðið/Skjáskot

Stikla úr Avengers 4 er loksins komin á netið en aðdáendur hafa beðið í ofvæni eftir henni en nú fá allir loksins að vita hvernig endirinn í baráttunni gegn Thanos verður. Gífurleg leynd hefur ríkt yfir bæði nafni myndarinnar og söguþræðinum.

Þá er komið í ljós að myndin heitir Avengers: End Game. Stiklan byrjar á að sýna Tony Stark týndan úti í geim en fer svo yfir í tal annarra Hefnenda um það sem Thanos gerði.

Þá birtast Hawkeye og Ant Man í stiklunni en þeirra var sárt saknað í fyrri myndinni. Stiklan gefur ekki mikið upp um eiginlegan söguþráð myndarinnar en skapar hins vegar gífurlega spennu. Myndin kemur út í maí á næsta ári. 

Sjá má stikluna hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing