Lífið

A­ven­gers 4 komin með nafn og stiklu

Fjórða Avengers myndin er nú komin með nafn en Marvel birti stiklu úr myndinni í dag. Gífurleg leynd hefur ríkt yfir myndinni.

Hvað verður um Tony Stark og félaga? Fréttablaðið/Skjáskot

Stikla úr Avengers 4 er loksins komin á netið en aðdáendur hafa beðið í ofvæni eftir henni en nú fá allir loksins að vita hvernig endirinn í baráttunni gegn Thanos verður. Gífurleg leynd hefur ríkt yfir bæði nafni myndarinnar og söguþræðinum.

Þá er komið í ljós að myndin heitir Avengers: End Game. Stiklan byrjar á að sýna Tony Stark týndan úti í geim en fer svo yfir í tal annarra Hefnenda um það sem Thanos gerði.

Þá birtast Hawkeye og Ant Man í stiklunni en þeirra var sárt saknað í fyrri myndinni. Stiklan gefur ekki mikið upp um eiginlegan söguþráð myndarinnar en skapar hins vegar gífurlega spennu. Myndin kemur út í maí á næsta ári. 

Sjá má stikluna hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

„Ég hef grátbeðið hana að svara símanum“

Lífið

Með heiftarlegt ofnæmi fyrir kulda

Menning

Bókar­kafli: Geð­veikt með köflum

Auglýsing

Nýjast

Arna Ýr og Vignir fjölga mann­kyninu

Kom nakinn fram hjá Gísla Marteini

Ótrúleg saga Vivian Maier

Bókar­kafli: Vertu stillt

Delete-takkinn er aðaltakkinn

Arnaldur notar líka bannorðið hjúkrunarkona

Auglýsing