Segðu okkur frá ferli þínum og ástríðu þegar kemur að förðun. Hvað varð til þess að þú fórst að læra förðun?

„Ég hef alltaf haft áhuga á listsköpun og þá sérstaklega myndlist. Þegar ég var í menntaskóla fann ég svo ástríðuna fyrir förðun þegar ég tók að mér að sjá um förðun fyrir leiksýningu skólans það árið. Ég fann strax að þarna hafði ég fundið vettvang til að tjá mína listrænu sköpun og gefa henni líf,“ segir Ásthildur sem skráði sig til náms í alþjóðlega förðunarskólanum Makeup Designory strax eftir framhaldsskóla.

Stúdío Morgundögg skapaði fagurt útlit og vörumerki Mist & Co.

Lykilatriði að draga fram náttúrulega fegurð

Hvað finnst þér skipta máli þegar kemur að því að farða einstaklinga?

„Það er alltaf algjört lykilatriði fyrir mig þegar ég farða aðra að ná að draga fram þeirra náttúrulegu fegurð.“

Hvert er lykilatriðið til að draga það besta fram í hverjum og einum, ná persónuleika hvers og eins?

„Hjá mér snýst það um jafnvægi og ég passa vel að bæta ekki neinu við nema ástæða sé til. Á sama tíma gæti ég þess að setja aldrei of mikinn farða á kúnnana mína, nema þeir biðji sérstaklega um það.“

Förðunarburstar sem hreinsaðir eru með Mist & Co tryggja lýtalausa förðun og fallega, hreina húð.

Hreinir förðunarburstar ná bestri áferð

Hver er leyndardómurinn að baki umhirðu húðarinnar, til að halda ljóma hennar og tryggja að húðin þorni ekki eftir förðun?

„Ég tel nauðsynlegt að grunna húðina með góðu kremi og svo er algjört lykilatriði að nota hreina förðunarbursta til að ná sem bestri áferð. Þá er líka mikilvægt að þrífa húðina vel en varlega fyrir svefninn.“

Mist & Co er spreyjað á burstahárin og hann nuddaður með hreinsinum.

Ný hreinsilína Ásthildar

Nú ert þú að koma með nýjar vörur inn á snyrtivörumarkaðinn, segðu okkur frá þeim og þróuninni.

„Vörurnar eru þrenns konar, það er Deep Clean sem djúphreinsar förðunarbursta, Daily sem er aðeins mýkri og hugsaður til að hreinsa förðunarbursta eftir hverja notkun og svo Mist & Co Removing Towel sem er fjölnota hreinsiklútur,“ upplýsir Ásthildur en hugmynd að vörunum fékk hún í vinnu sinni sem förðunarfræðingur.

„Ég hef verið sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur í rúm fimm ár, aðallega fyrir sjónvarp, en líka íslensk og erlend brúðkaup, og í starfinu hef ég alltaf notað sambærilega formúlu og Mist & Co.“

Ásthildur hefur fyrir reglu að hreinsa förðunarburstana vel eftir hverja förðun og leggur mikið upp úr því að vanda til verka varðandi efnisval við hreinsunina.

„Ég hef í raun notað vörurnar sjálf í mörg ár áður en ég ákvað að setja þær á markað. Þá hef ég, eins og aðrir förðunarfræðingar, þurft að þrífa förðunarburstana mína eftir hverja einustu förðun. Það skiptir máli að efnið sem notað er til þrifanna hreinsi virkilega vel og skilji burstana ekki eftir blauta, sem er akkúrat það sem Mist & Co vörurnar gera.“

Með notkun Makeup Removing Towel og Mist & Co hreinsinum verður förðunarburstinn eins og nýr.

Fullkomnað eftir 80 formúluprófanir

Eftir prófun á 80 mismunandi formúlum varð vörumerkið Mist & Co loks fullkomnað.

Fjöldi fyrirspurna hafði líka áhrif á að Ásthildur lét slag standa og ýtti enn frekar við henni að taka næsta skref.

„Það spurðu mig margir út í hvað það væri sem ég spreyjaði á burstana til að þrífa þá og þá datt mér í hug að þetta myndi örugglega auðvelda öllum sem nota förðunarbursta að halda burstunum sínum, og þar af leiðandi húð sinni, hreinni.“

Það tók tíma að finna réttu formúluna og þurfti Ásthildur að þróa vöruna til ná því fram sem hún vildi fá.

„Ég fór strax á fullt í að fullkomna formúluna og prófaði 80 mismunandi formúlur áður en ég fann þá réttu. Ég vandaði valið á hráefnunum vel og passaði að nota eingöngu efni sem eru vegan og ofnæmisprófuð. Þegar formúlan var klár fékk ég til liðs við mig æðislegan vöruhönnuð frá Stúdío Morgundögg og úr varð vörumerkið Mist & Co.“

Gaman er að geta þess að hægt er að kaupa Mist & Co vörumerkið í snyrtivörudeild Hagkaupa og í vefversluninni mistandco.is, en Mist & Co er væntanlegt í fleiri búðir.

Hægt er að fylgjast með Ásthildi í förðunarverkefnum hennar á heimasíðunni asthildurbridal.com og á Instagramsíðunum @asthildurmakeupartist og @mist.and.co